Hvernig kemst ég þangað?

Húsdýragarðurinn er staðsettur í hjarta Reykjavíkur í Laugardal

Strætó

Strætisvagnar sem stoppa nálægt garðinum eru leiðir 2, 5, 15 og 17 á mótum Suðurlandsbrautar og Vegmúla – stoppistöð kölluð Laugardalshöll.

Strætó
Einkabíll

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er í Laugardalnum og samnýtir bílastæði með Skautahöllinni þar sem í boði eru gjaldfrjáls bílastæði.

Kort
Hjólaðu í dalinn

Laugardalurinn er skemmtilegt hjólasvæði miðsvæðis í borginni. Hjólagrindur eru við inngang garðsins.

Hjólakort

Dagskrá

Dagana 28.maí til 7.júní verður dagskrá ekki endilega líkt og hún er listuð upp hér að neðan.

10:00


Garðurinn opnaður

10:30


Hreindýr fóðruð og þau kynnt

11:00


Selir fóðraðir og þeir kynntir

11:30


Refir og minkar fóðraðir og þeir kynntir

13:00


Framandi dýrum sinnt

14:00


Dýrahirðir sinnir fjósverkum

14:00 til 14:30


Hestateyming um helgar*

15:00


Dýrahirðir sinnir fjárhúsverkum

15:30


Hreindýr fóðruð og þau kynnt

15:45


Dýr í smádýrahúsi fóðruð og þau kynnt

16:00


Selir fóðraðir og þeir kynntir

16:15


Dýr í fjárhúsi fóðruð

16:30


Mjaltir í fjósi

17:00


Garðinum lokað
*Einn hringur kostar einn skemmtimiða.
Kaffihúsið er opið um helgar en því er lokað hálftíma fyrir lokun garðsins.
Veitingaskálinn er opinn alla daga en þar er boðið upp á kaffi virka daga og hægt að borða nesti.

Upplýsingar

Árskort -hagkvæmasti kosturinn

Fjölskylduárskort
kr. 20.900.-

Þetta er án efa hagkvæmasti kosturinn þegar heimsókn í garðinn er annars vegar. Með fjölskylduárskortinu fær öll fjölskyldan aðgang í garðinn eins og oft og hún vill og þegar tækin í Fjölskyldugarðinum eru opin fá allir fjölskyldumeðlimir tækjapassa í þau. Kortið er fyrir tvo fullorðna og fjögur börn. Mögulegt er að bæta við einstaklingum á kortið gegn gjaldi.

Nánar
Einstaklingsárskort
kr. 10.600

Einstaklingur sem skráður er fyrir kortinu fær aðgang í garðinn á hefðbundum opnunartíma og tækjapassa í tækin þegar þau eru opin. Kortið gildir einungis fyrir einstaklinginn sem skráður er á kortið.

Nánar
Plúsinn
kr. 10.600 hver plús

Með plús getur árskortshafi komið með gest sem nýtur sömu fríðinda og árskortshafar. Með +1 getur þú tekið einn gest með þér í hverri heimsókn, +2 tvo gesti o.s.frv. Plúsinn er ekki bundinn við ákveðna manneskju heldur getur þú tekið hvern sem er með í hvert skipti. 
Plúsinn hefur sama gildistíma og Fjölskylduárskortið, óháð því hvenær plúsinn sjálfur er keyptur.

Einnig er hægt að bæta við Plús barni fyrir 5.000 kr. Plús barn er ólíkur hefbundnum plús að því leyti að hann er skráð á nafn barns og gildir aðeins fyrir það barn. 

pic

Gott að vita

Garðurinn er opin alla daga allt árið um kring

Opnunartími

Opið alla daga: 10:00 -17:00, til kl. 20:00 á miðvikudögum.  

10:00 - 17.00 (Vetur, frá 26.08´19)
10:00 - 18.00  (Sumar frá 01.06'20)

Opnunartími Kaffihúss:
Helgar: 10:00-16:30
virkir dagar: lokað
 

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 700 kr.
13 ára og eldri - 920 kr.
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt

Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 50 eða fleiri í einu lagi.
Skemmtimiði 
1 stk. 350 kr.
10 stk. 2.800 kr.
20 stk. 5.180 kr.
Einstaklingsárskort -10.600 kr.
Fjölskylduárskort - 20.900 kr.
Plús á árskort - 10.600 kr. hver plús
Plús barn á árskort - 5.000 kr. hver plús

Tækin

Dagpassi í tækin: 2.370 kr.
Skemmtimiði í tæki: 350 kr.
Athugið aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Hvað kostar í tækin? 
1 skemmtimiði: Lest (hringekja ekki í notkun sumar 2019).
2 skemmtimiðar: Krakkafoss, Þrumufleygur, hver bíll í ökuskóla. 
3 skemmtimiðar: Bátur, fallturn, vatnaboltar.

Athugið ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn. Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

 

Reykjavíkurborg
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
 

Gerast áskrifandi

Viltu fá fréttir af okkur?