Viltu vinna með okkur ?

FHG

Umsóknir um sumarstörf í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum skal skila inn á vef Reykjavíkurborgar (www.reykjavik.is/sumarstorf) og umsóknarfrestur er til 1.mars nk.  Störf í garðinum eru fjölbreytt en þar má nefna stöður aðstoðardýrahirða, tækjavarða, starfsfólks í veitingasölu, starfsfólks í miðasölu, húsvarða og fleira.  Kíktu á listann og sjáðu hvort þar sé eitthvað sem heillar þig, störfin okkar eru undir Íþrótta- og tómstundasviði.