Viltu vinna með okkur í sumar ?

lestin

Sumarstörf í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum eru nú komin á vefinn og laus til umsóknar.  Um er að ræða sumarstarf í miðasölu, sumarstarf tækjavarða, sumarstarf húsvarða, verkstjóra í Fjölskyldugarði, aðstoðarmenn á verkstæði, sumarstarfsmenn í veitingasölu og aðstoðardýrahirða.  Allar nánari upplýsingar eru á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/sumarstorf og umsóknarfrestur er til 4.mars.  Umsækjendur skulu ekki vera yngri en 17 ára á árinu (fædd 2004 eða fyrr) en í nokkur störf er æskilegt að þeir séu orðnir 20 ára.