Vetrar- og tækjaopnun

Fallturninn

Nú hefur vetraropnunartíminn tekið við í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og því er nú opið alla daga frá kl. 10 - 17.
Síðasta opnunarhelgi allra leiktækja er helgin 25.-26. ágúst. Í september verða síðan valin tæki opin í fjölskyldugarðinum um helgar eftir því sem veður og aðsókn leyfir. Það verður tilkynnt nánar á FB síðu garðsins fyrir hverja helgi.  
Allan veturinn er að sjálfsögðu hægt að heimsækja dýrin í Húsdýragarðinum og nýta Fjölskyldugarðinn til leikja og útivistar.