Bílda fyrsta ærin til að bera þetta vorið

Bilda með gimbrarnar sínar tvær

Ærin Bílda bar tveimur gimbrum aðfaranótt 1.maí. Báðar eru þær mógolsóttar og dafna vel. 
Næstu daga er von á fleiri lömbum og starfsfólk garðsins biður gesti sem fyrr að sýna dýrum garðsins fyllstu tillitssemi.

Opið er í dag 1.maí frá kl. 10 til 17. Auk þess að heimsækja dýrin er hægt að fara í lest, ökuskóla, fallturn og Krakkafoss og flest þeirra leiktækja sem ekki þarf starfsmann við.