Veitingahúsi breytt í verslun

Verslun FHG

Eftir töluverðar breytingar og bras (sem tilheyrir framkvæmdum) tókst okkur í dag 19.júlí að opna litla verslun þar sem áður var veitingasala. Vöruúrvalið hjá okkur hefur breyst eitthvað, nýtt bæst við en annað er gestum okkar kunnugt. Verslunin og vöruúrvalið á örugglega eftir að þróast og breytast í framtíðinni með hjálp og ábendingum gesta.