Uppskeruhátíð Býflugnaræktendafélags, Húsdýragarðsins og Kvenfélagasambands Íslands 2017

Býflugur að störfum

Lokahelgi leiktækjana í ár.  50% afsláttur af aðgangseyri og dagpössum um helgina.

 

Uppskeruhátíðin verður haldin í nýjum skála við veitingahús i Húsdýragarðinum laugardaginn 2. september milli kl 14.00 og 16.00. Tilboð helgarinnar er 50% afsláttur af aðgangseyri og dagpössum.. 

 

Býflugnaræktendafélag Íslands;  Býbændur sýna sig og sjá aðra, gefa gestum kost á að fræðast um býrækt ásamt því að bragða og kaupa íslenskt hunang.  Þá verður ýmis búnaður tengdur býflugnarækt sýndur og lifandi býflugur til sýnis. Í lokin, kl: 16.00 verður málþing um vetrun býflugna.

 

Kvenfélagasamband Íslands verður með sultukynningu á sama tíma.  Berjaspretta hefur verið góð þetta árið og vonandi að allir hafi fengið sitt.  Húsmæður og –feður geta leitað upplýsinga í raðir félaga í Kvenfélagasambandinu til að nýta berin.  Húsfreyjan, tímarit Kvenfélagasambands Íslands mun liggja frammi. 

 

Leiktækin; Þetta síðasta helgin sem leiktækin eru opin í ár. Tilboð 50 % afsláttur verður af aðgangseyri og dagpössum um helgina.  Vetraropnun hefur tekið gildi og verður opið alla daga kl: 10 -17 í Fjölskyldu og húsdýragarðinn.

 

Dagskrá:  laugardaginn 2. september og sunnudaginn  3. september

 

10:00 Garðurinn opnaður

10:30 Hreindýrum gefið

11:00 Selum gefið

11:30 Refum og minkum gefið

13.00 Framandi dýrum sinnt

14.00-14.30  Hestateyming

14.00  Fjósverkin

14.00-14.30 Hestateyming

14.00-16.00 Uppskeruhátíð býbænda og Kvenfélagasambands Íslands (laugardagur)

15:45 Dýrum í smádýrahúsi gefið

16:00 Selum gefið

16:15 Hestum, kindum og geitum gefið

16:00  Málþing um vetrun býflugna (laugardagur)

16:30 Svínum gefið

16.30 Mjaltir

16.30 Kaffihúsi lokað

17:00 Garðinum lokað