Teygjutvist 8.júlí kl. 17:30

Naglfar

Teygjutvist er skemmtilegur leikur sem fólk sem nú er á á góðum aldri lék úti á stétt á björtum sumarkvöldum. Félagar í Teygjutvistfélagi Reykjavíkur ætla að kenna yngri kynslóðinni 5-4-3-2-1, trítl og aðra klassík, alveg frá hæl og upp fyrir hvirfil. Hittumst í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum miðvikudaginn 8. júlí kl. 17:30. Fyrst verður kennsla - eða upprifjun fyrir eldri teygjósnillinga sem eru orðnir ryðgaðir - og síðan stefnum við að Íslandsmeti í teygjó. Allur aldur og öll kyn velkomin. Þið getið komið með ykkar eigin teygju en einnig verða teygjur á staðnum.