Sumaropnun 10-18

Stuð í vatnaboltum

Á morgun laugardag (1.júní) skiptum við um gír og vippum okkur yfir í sumarprógrammið. Þá lengist opnunartíminn um klukkustund og opið verður frá kl. 10 til 18 og leiktæki verða opin alla daga vikunnar. Hestateyming færist af helgum yfir á virka daga. Dagskrá í kringum dýrin má sjá á hér:  https://mu.is/is/upplysingar/#program 
Enn er framkvæmdum þó ekki lokið í Fjölskyldugarðinum og vegna þeirra er tilboði á dagpössum áframhaldið til 10.júní. Verð á dagpössum verður þá 1.160 krónur í stað 2.310 króna og með dagpassa á arminum kemst viðkomandi í þau leiktæki sem opin verða eins oft og viðkomandi vill. Framkvæmdir hamla opnun bátanna á tjörninni, sleggjunnar Mjölnis og hringekjan er í viðgerð. 
Dýr og starfsfólk garðsins þakkar gestum þolinmæðina og fullvissar alla um að engin er spenntari fyrir lokum þeirra en starfsfólkið sjálft.