Sumaropnun frá 1. júní en framkvæmdir í gangi

Tonlist

Að vanda hefst sumaropnun garðsins 1. júní og er þá opið frá kl 10:00 til 18:00 dag hvern. Þá verða tækin í fjölskyldugarðinum opin alla daga frá þeim degi, en þó með þeim fyrirvara að miklar framkvæmdir eru í Fjölskyldugarðinum. Eldri tæki sem og nýjungar munu því opna eftir því sem framkvæmdum líður. Þá er sumardagskráin í Húsdýragarðinum keyrð frá sama degi.

Nú er nýtt gagnvirkt svæði komið í gagnið í gang ásamt fleiri nýjungum. Þá er nýr ökuskóli með nýjum bílum kominn í gang. 

Á forsíðumynd vefsins má sjá uppsláttinn fyrir undirstöðu hins nýja fallturns. Myndin með fréttinni er hins vegar af einni af mörgum nýjungum sumarsins - tónlistarhúsinu (ekki Hörpu) þar sem ungir sem aldnir geta fengið útrás fyrir sköpunarþörf sína.