Uppskeruhátíð býbænda

Hlutverk býflugna er mikið og stórt

Núna á sunnudaginn 15.september milli klukkan 14.00 og 16.00 ætla býbændur hjá Býflugnaræktendafélagi Íslands að sýna sig og sjá aðra í skálanum við veitingasöluna. Bændur ætla að gefa gestum kost á að fræðast um býrækt og þessi merkilegu dýr. Auk þess verður allskonar búnaður tengdur ræktuninni sjálfri og vinnslu á hunangi sýndur. Meðal annars má sjá hvað gert er með vaxsteypivél . Gestum býðst að smakka og kaupa hunang frá mismundandi landssvæðum beint frá bændum. Síðast en ekki síst þá verða lifandi býflugur í sýningarbúri.

Samvinnuverkefni Grasagarðs Reykjavíkur, FHG og Reykjavík iðandi af lífi  Lífveruleit í laugardagnum verður kynnt og geta gestir tekið þátt.

 

Í tilefni af uppskeruhátíðinni verða dagpassar á 50% afslætti þennan dag. Tækin sem verða í gangi eru nýir klessubílar, nýja lestin, Fallturn og Krakkafoss.  Opið er í garðinum frá klukkan 10-17 og dagskrána í kringum dýrin má finna hér á heimasíðunni undir flipanum Upplýsingar