Sjóferð um Sundin

Sjoferd 2017

Þessa dagana er samstarfsverkefni Húsdýragarðsins og Faxaflóahafna Sjóferð um Sundin að ljúka. Í verkefninu fara nemendur á miðstigi í sjóferð um Sundin við Reykjavík og fræðast í leiðinni um sögu, lífríki, sjómennsku og margt fleira. Í ár á Reykjavíkurhöfn 100 ára afmæli og af því tilefni var gefið út nýtt námsefni sem tengist ferðinni. Kennarar að þessu sinni voru líffræðingarnir Jóhannes Bjarki Urbancic og Svala Jónsdóttir. Um 1100 nemendur sigldu með Rósinni, bát Special tours, í ár. Fella varð niður 4 ferðir vegna veðurs.Á myndinni sjást hressir 6. bekkingar með Lundey í baksýn.