Dagpassar á tilboði

Fallturnafjör

Síðan í maí hafa dagpassar verið á tilboði vegna framkvæmda í Fjölskyldugarðinum. Nú sér fyrir endann á þessu raski og er komandi helgi því síðustu dagarnir þar sem þetta tilboð gildir, þjóðhátíðardagurinn 17.júní meðtalinn. Dagpassarnir kosta vanalega 2.310 krónur en á tilboði 1.160 krónur.

Nýjungar á fleiri stöðum en í Fjölskyldugarðinum en á heimasíðu garðsins www.mu.is er á forsíðunni hægt að fylgjast með opnun tækja dag hvern. Opnun ætti allajafna að vera komin inn klukkan 10 þegar garðurinn er opnaður. Starfsfólk telur þetta vera aukna þjónustu við gesti sem vonandi reynist vel.