Krúna síðust áa til að bera þetta árið

Krúna með lömbin sín

Sauðburði í Fjölskyld- og húsdýragarðinum er lokið þetta árið en það var hún Krúna sem bar síðustu tveim lömbunum fimmtudaginn 16.maí. Sauðburður gekk almennt vel og er allt sauðfé nú farið að fara út á grænt gras part úr degi. 

Framkvæmdir er enn í gangi í Fjölskyldugarðinum sem hamlar för gesta um hann að einhverju leyti. Þó er opið í Krakkafossi, lest og ökuskóla laugardag og sunnudag og ríflegur afsláttur af dagpössum, þeir kosta um helgina (18. og 19.maí) 1.160 krónur í stað 2.310 króna