Sauðfé rúið 11.mars.

Hrútur

Núna á sunnudaginn 11.mars mun sauðfé garðsins fá vorklippingu. Þegar rúið er á þessum tíma árs er snoðið tekið, en það er reyfið kallað þegar það er ekki fullvaxið. Guðmundur Hallgrímsom mun hafa yfirumsjón með rúningi og fólk frá Ullarselinu á Hvanneyri munu sýna handbrögðin við nýtingu á ullinni. Guðmundur og félagar munu hefjast handa klukkan eitt og verða að fram eftir degi. Fínasta spá um helgina og um að gera að kíkja í heimsókn á sauðfé og önnur dýr.