Ratleikur í vetrarfríi

ratleikur feb 21

Til að taka þátt í leiknum þurfa þátttakendur að hlaða niður smáforritinu (appinu) „actionbound“ en það er ókeypis.  Þegar smáforritið er opnað þarf að skanna QR kóðann sem fylgir fréttinni og síðan fylgja leiðbeiningum í kjölfarið.    

Munið að gæta vel að sóttvörnum og fjarlægðamörkum milli óskyldra hópa.  Á heimasíðu garðsins www.mu.is má sjá hlutfall leyfilegs fjölda gesta hverju sinni.  Lokað er í veitingasölu en veitingaskálinn er gestum opinn.