Ráðstafanir vegna Covid-19

Í samræmi við reglur og viðmið sóttvarnarlæknis vegna Covid 19 vill starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýragarðsins koma eftirfarandi á framfæri og tekur gildi við opnun í dag:
- Að hámarki geta 200 gestir fæddir 15 ára og eldri verið í báðum görðunum (Húsdýra og Fjölskyldu) á sama tíma. Ekki er þörf á að telja yngri gesti inn.
- Greiðslur með kortum æskilegar þegar því er viðkomið.
- Hægt er að fara út í Fjölskyldugarði, útgangur við sjoppu.
- Hafið ávallt tveggja metra regluna í huga, milli gesta og starfsfólks.
- Reynið að takmarka snertingu við sameiginlega fleti eins og innréttingar í útihúsum, veggi og svo framvegis eins og unnt er.
- Öll hefðbundin dagskrá í kringum dýrin fellur niður en dýrunum verður eftir sem áður sinnt.
- Þrif hafa verið aukin á snertiflötum inni og úti.
- Við hvetjum gesti til að sinna einstaklings sóttvörnum.
- Lokað er í loðdýrahúsi, smádýrahúsi, skriðdýrahúsi og Þrumufleyg. Auk þess sem sjálfssalar í sjoppu og grillsvæði eru lokuð.
- Í veitingasölu eru fjöldatakmarkanir og einstefna. Það er gestir koma inn um inngang í veitingasölu og út um útgang í veitingatjaldi. Setuplássi í veitingaskála hefur verið fækkað auk þess sem ýmis raftæki sem tóku gestum til afnota hafa verið tekin úr notkun.
- Einn 15 ára eða eldri kemst í hverja ferð í tækjum nema tveir í lest. Þrifa þarf það svæði sérstaklega eftir hverja ferð.
Með þessum ráðstöfunum getur öll þjónusta tekið meiri tíma og biðjum við gesti okkar að sýna biðlund.
Við erum öll í þessu saman og öll erum við almannavarnir.