Opnunartími um jól og áramót 2020

brúin

Opnunartími í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um jól og áramót er sem hér segir.

Aðfangadagur og jóladagur, opið frá kl. 10 til 16 en lokað í móttökuhúsi (miðasölu) og veitingasölu.  

26. til 30.desember opið frá kl. 10 til 17 en lokað í veitingasölu. 

Gamlársdagur og nýársdagur, opið frá kl. 10 til 16 en lokað í móttökuhúsi (miðasölu) og veitingasölu. 

Samkomutakmarkanir gera það að verkum að aðeins er leyfilegt að hleypa 100 fullorðnum í garðinn í einu og gestir eru beðnir að virða tveggja metra regluna, vera með grímur innandyra og sinna persónulegum smitvörnum sem best verður. 

Starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýragarðsins óskar öllum gleðilegra jóla.