Nýr fallturn og tónleikar

Tónleikar um verslunarmannahelgina

Opnun fallturns og tónleikar um versló. 
Verslunarmannahelgin er handan við hornið og borgarbúar og -gestir eiga kost á að heimsækja Fjölskyldu- og húsdýragarðinn enda verður hann opinn frá kl. 10 til 18 alla helgina. 
Nýlega lauk öryggisúttekt á fallturningum nýja og hann verður opnaður formlega laugardaginn 4.ágúst. Hver ferð kostar 3 skemmtimiða og dagpassar gilda líkt og í önnur tæki. Lágmarkshæð gesta í turninn er 97 cm sé viðkomandi í fylgd með fullorðnum en annars 107 cm. Í gamla turninum var fallið 12 metrar en í þeim nýja er það 16 metrar. Þá eru fleiri sæti í þeim nýja og hann snýst - hann er í raun fallturn og hringekja í senn. 
Laugardaginn 4.ágúst munu Stuðmenn, Salka Sól og JóiPé og Króli stíga á stokk í Fjölskyldugarðinum. Tónleikarnir hefjast kl. 15:00 og standa til kl. 17:00. Hefðbundinn aðgangseyrir verður í garðinn og árskort gilda sem og aðra daga. 
Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir.