Opnum á ný 10.desember

logo

Garðurinn verður opnaður á ný 10.desember.

Opnunin er þó háð nokkrum takmörkunum.

Ekki verður heimilt að hleypa fleirum en 100 gestum inn í einu (börn fædd 2005 og síðar ekki talin með). Opið verður inn í öll dýrahús og eru gestir beðnir að fylgja vel þeim viðmiðum sem við lýði eru svo sem 2ja metra reglunni, fjöldatakmörkunum og almennum sóttvörnum.

Salerni við selalaug og í Fjölskyldugarði verða opin en lokað í veitingaskála og veitingasölu.

Engin dagskrá verður í kringum dýrin og ekki verður tekið á móti fræðsluhópum fyrr en í fyrsta lagi þegar liðið er á janúar.

Opnunartími er frá klukkan 10 til 17.

Munum við erum öll almannavarnir og við gerum þetta saman.