Opið lengur á miðvikudögum

Naglfar

Á miðvikudögum í sumar verður opið til kl. 20:00 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Opið verður inn í útihús dýranna, í leiktækin og kaffihús garðsins. Starfsfólk garðsins vonar að vel verði tekið í þessa nýjung en lengi hefur verið kallað eftir lengri opnunartíma en til kl. 18. 

Miðvikudaginn 3.júní ætlar Götubiti á hjólum að vera fyrir utan garð frá kl. 17:00 til 20:00 en þar ættu flestir svangir að finna eitthvað við sitt hæfi.  Bílarnir sem verða við garðinn eru Gastro Truck með kjúklingaborgara, Wingman með kjúklingavængi, Tasty með hamborgara, Kitchen Truck með vefjur, Issi Fish & Chips með fisk og franskar og Vöffluvagninn sér um sætindin með vöfflur og meðlæti. Vonandi að framhald verði á dvöl þeirra í Laugardalnum á miðvikudögum í sumar og fólk nýti Laugardalinn allan vel enda eru afþreyingarmöguleikar dalsins fjölbreyttir og við allra hæfi.