Gleðilega páska- opið alla dagana

Hænuungar sem stundum eru kallaðir páskaungar

Eins og gestir garðsins hafa líklega tekið eftir standa nú yfir miklar framkvæmdir í Fjölskyldugarðinum. Það er að vísu alltaf mikið um að vera við að undirbúa garðinn fyrir vorið en í ár stendur óvenju mikið til. 
Nýlega var yfir hundrað milljónum króna veitt til nýjunga, endurnýjunar og viðhalds í garðinum en þar sem mikið frost hefur verið í jörðu í vetur og veður válynd hefur ekki reynst unnt að hefja framkvæmdir fyrr en nú. 
Fyrstu framkvæmdirnar snúa að endurnýjun fallturnsins Níðhöggs, en nýr og glæsilegur turn verður opnaður í byrjun sumars. Auk turnins verður nýr leikkastali opnaður í vor auk margra fleiri smærri nýjunga sem greint verður nánar frá síðar. 
Þá verða svæði innan garðsins sem muna mega sinn fífil fegurri tekin í gegn. Það er ljóst að gestir munu verða fyrir óþægindum af þessum sökum meðan á framkvæmdum stendur. Við munum hins vegar gera okkar besta til þess að flýta framkvæmdum og upplýsa gesti okkar um hvað verið er að framkvæma á hverjum stað hverju sinni. Útkoman verður hins vegar án efa gestum til gleði þegar yfir líkur.