Opið 1.maí í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Krakkafoss á fullri ferð

Opið verður frá klukkan 10 til 17 miðvikudaginn 1.maí. Fallturn, Krakkafoss, lest og ökuskóli verða í gangi á sama tíma. Lestin keyrir nú Fjölskyldugarðsmegin og hefur fengið nýja stoppi stöð sem er á milli ökuskóla og hjólabrautar. Eins og áður hefur komið fram standa núna yfir endurbætur Fjölskyldugarðsmegin og biðjumst við starfsfólk FHG velvirðingar á þeim óþægindum sem þær framkvæmdir kunna að valda. Vonin er sú að enn betri Fjölskyldu- og húsdýragarður verið að mestu tilbúin snemma í júnímánuði. Senn líður að sauðburði og eru margar ærnar orðnar ansi miklar um sig. Auk þess sem kiðlingarnir stækka fljótt og oft má hitta þá úti við í gerðinu sínu við fjáhúsið þessa dagana meðan beðið er eftir nægu og grænu grasi.