Vorið er komið og grundirnar gróa og nýr vefur fer í loftið

Logo

Þessa dagana erum við að senda splunkunýjan vef Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í loftið. Vefnum fylgir nýtt merki garðsins (lógó) ásamt allskyns grafík og öðru sem tengist slíkum viðburðum. Í merkinu eru þrjú villt íslensk spendýr sem búa í garðinum og saman mynda þau eitthvað sem allir þekkja sé vel að gáð. Vefurinn er nú bæði á ensku og íslensku frá fyrsta degi, enda er sívaxandi straumur erlendra ferðamanna í garðinn en á síðasta ári voru þeir um 13.000 talsins.