Leikkastali og listaverk

Rennibrautin rosalega

Nýr og glæsilegur leikkastali var nýverið tekinn í notkun í Fjölskyldugarðinum. Kastalinn er einstakur enda handsmíðaður og eru engir tveir kastalar þessarar gerðar eins. Kastalinn, sem er Bóndabær með tilheyrandi fylgihlutum og dýralífi kemur frá þýska fyrirtækinu Spielart í Thuringen. Fyrirtækið sérhæfir sig í að smíða útileiktæki sem eru einstök og minna mest á sviðsmyndir í barnaleikriti. Í honum eru ýmsir ranghalar og leyniherbergi auk glæsilegrar rennibrautar. Nú er verið að leggja lokahönd á svæðið umhverfis kastalann þar sem verða borð og nestisaðstaða. En fallegur er hann og hefur vakið mikla lukku gesta að undanförnu.