Leiktæki í september

Bryggjan að hausti

Líkt og áður hefur komið fram eru leiktækin komin í vetrardvala en reynt verður að hafa einhver þeirra opin um helgar út september. Tekin verður ákvörðun á miðvikudegi og þá með tilliti til veðurspár og annarra þátta hvort og þá hvaða tæki verða opin hverju sinni og sömuleiðis með opnun veitingasölu.
Komandi helgi 5. og 6.september verða nokkur leiktæki opin og sömuleiðis opið í veitingasölu. Hægt er að sjá hvaða leiktæki eru opin hvern dag á heimasíðu okkar www.mu.is.