Leiktæki komin í vetrardvala

Naglfar

Leiktæki Fjölskyldugarðsins sem þurfa mönnunar við eru nú komin í vetrardvala en eftir sem áður er gestum velkomið að njóta annarrar afþreyingar sem þar er.  Þá hefur einnig verið sett í lás í veitingasölunni en opið í veitingaskálann þar sem hægt er að borða nesti auk þess sem sjálfsalar eru þar til staðar með ýmsum drykkjum og góðgæti.  Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er opinn alla daga ársins frá kl. 10 til 17.