Leikfangaskiptimarkaður á kvöldopnun 13.nóvember

Nýtum allt

Leikfangaskiptimarkaður verður í skálanum við Kaffihúsi miðvikdagskvöldið 13.nóvember frá kl. 16:00 til 19:45. Leikföng á skiptimarkaðinn ígildir aðgangseyri á markaðstímanum. Allt barnadót er velkomið og reglurnar einfaldar: dótið þarf að vera hreint, í góðu ásigkomulagi og engir peningar skipta um eigendur heldur bara dótið. Þú kemur með dót og annað hvort skilur eftir eða tekur þér annað sem þér líst á. Ef mikið af dóti verður eftir verður það nýtt næstar þegar blásið er til markaðar og eitthvað stendur í skálanum fyrir gesti að leika sér með á opnunartíma eða til að bítta hvenær sem er.

Með þessu tökum við öll þátt í þeirri vitundarvakingu að oft hefur verið þörf en nú nauðsyn að hugsa um umhverfið og leyfa dóti og hlutum að fá framhaldslíf hjá öðrum í stað þess að henda því.