Þúsundir maura

Leaf cutting ants

Í fyrsta sinn býðst gestum Húsdýragarðsins kostur á að virða fyrir sér nýja íbúa. Um er að ræða maura sem heita á ensku Leaf cutting ants og útleggst á íslensku sem laufskurðarmaurar. Maurabúið var flutt inn frá Trinidad með millilendingu í Skotlandi. Drottningin í búinu hefur fengið nafnið frú Pálína og má búast við að bú hennar stækki og mest verði 1.000.000 maura í búinu í senn en núna eru þeir 40 til 50.000. Frú Pálína getur á ævi sinni getið af sér 60.000.000 maura en líftími hennar er 12-15 ár.

Fæða mauranna er sveppur sem maurarnir þurfa að rækta og fóðra með laufblöðum. Þeir ferðast langan veg til að safna laufblöðum og er einstaklega gaman að fylgjast með þeim að störfum.