Opið til miðnættis og götulokanir vegna Miðnæturhlaups

Miðnæturhlaup Suzuki

Eins og fram hefur komið verður opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í kvöld (20.júní) frá kl. 21 til miðnættis. Ókeypis verður inn og kvöldpassar í leiktækin á hálfvirði dagpassa. 
Nóg verður um að vera í Laugardalnum því í kvöld fer einnig fram Miðnæturhlaup Suzuki. Eitthvað verður um götulokanir vegna hlaupsins en þær er hægt að kynna sér hér: https://www.midnaeturhlaup.is/truflun-a-umferd?fbclid=IwAR27AI7KLYytSzZ2100NVrS5MB0Y40LomtGYkG89C5Z7KuruMbGxvIsU9bE