Kobba kæpti 11.júní

Kobba með kópnum sínum

Urtan Kobba kæpti aðfaranótt 11.júní. Kópurinn sem enn á eftir að kyngreina reynir hvað hann getur að fylgja móður sinni hvert sem hún fer milli þess sem hann þiggur mjólkursopa. Faðirinn er brimillinn Snorri. 
Starfsfólk garðsins hefur látið hafa eftir sér undanfarið að það óskar þess að kópar sem koma í heiminn í garðinum fái tækifæri úti í náttúrunni í lok sumars. 
Nýsamþykkt tillaga umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur um að selir fái friðhelgi á strandsvæðum og við árósa í Reykjavík eflir trú starfsfólks í því máli. Í þeirri tillögu er jafnframt sagt að allri veiði á bæði land- og útsel verði hætt innan lögsögu borgarinnar. 
Að lokum má geta þess að landselur er kominn á válista Náttúrufræðistofnunnar en stofnstærð landsels hefur hrunið undanfarna áratuga.

Fyrir áhugasama má einnig benda á þessa grein hér: https://www.visir.is/g/2019190619518/vilja-sleppa-husdyragardskopnum-i-haust