Grýla tók kött sinn og fór

Alltaf hægt að leika

Eins og síðustu ár fékk Grýla gamla að geyma kisu sína í kofaræksni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum yfir aðventuna og hátíðirnar. Eftir hátíðirnar kemur sú gamla venjulega og sækir kisu, kannski farin að sakna hennar eftir allt saman þegar jólastressið er búið og hversdagurinn tekur við.

Hér í garðinum gengur allt sinn vanagang og taka dýr og starfsfólk því fagnandi að nú er daginn farið að lengja. Um jólin náði fengitími hjá sauðfé hámarki og ef hrútinn Grámann hefur staðið sína plikt þá ættu allar fullorðnu ærnar nú að vera lembdar.