Haförn í Húsdýragarðinum

Örninn

Haförn sem fylgst hefur verið með undanfarnar vikur á Snæfellsnesi er nú kominn í hendur dýrahirða í Húsdýragarðinum. Örninn er til sýnis í útigerði. Grunur leikur á að heilsa fuglsins sé ekki eins og hún á að vera enda hefur hann sýnt óeðlilegt atferli þar sem sést hefur til hans. Á myndinni er Magnús dýrahirðir að spjalla við gestinn.