Geitburður hafin

Garún með hafurinn sinn

Geitburður er hafinn í Húsdýragarðinum og krúttskalinn í hámarki í fjárhúsinu. 
Huðnan Frigg var fyrst til að bera og boðaði þar með komu vorsins að mati dýrahirða Húsdýragarðsins. Frigg eignaðist golsuflekkótta huðnu að kveldi 20.mars og að morgni 22.mars bar huðnan Garún svartflekkóttum hafri. Faðir kiðlinganna er hafurinn Djarfur sem fluttist í Húsdýragarðinn í haust frá bænum Háafelli í Hvítársíðu. 
Við birtum fleiri myndir og tíðindi eins fljótt og unnt er en meðfylgjandi er mynd af Garúnu og hafrinum hennar.