Garðurinn lokaður til 2.nóvember hið minnsta.

brúin bifröst

Það dylst engum að staðan i þjóðfélaginu er ekki alveg eðlileg.

Garðurinn verður lokaður frá og með 5.október til og með 2.nóvember hið minnsta og fræðsludeild garðsins tekur því ekki á móti skólahópum sem eiga bókað þessa daga.

Starfsfólki hefur verið skipt í smærri hópa sem mætir til skiptis til vinnu og sinnir dýrunum óháð hvaða starfi þau sinna alla jafna. Þetta er gert til að takmarka fjöldann sem fer í sóttkví og einangrun komi til þess meðal starfsfólks.