Skólahljómsveitir Reykjavíkur skemmta
Á morgun, laugardaginn 25. maí, verður Uppskeruhátíð skólahljómsveita í Reykjavík haldin í Fjölskyldu og húsdýragarðinum. Munu hljómsveitirnar skemmta gestum frá klukkan 11 til 14:30. Ýmist við svið við sjoppuna í Fjölskyldugarðinum eða við aðalinnganginn. Atriði munu hefjast á heilu og hálfu tímunum.
by
húsdýragarðurinn