Framkvæmdir í Fjölskyldugarði

Níðhöggur tekinn niður

Eins og gestir Fjölskyldugarðsins hafa líklega tekið eftir standa nú yfir miklar framkvæmdir í Fjölskyldugarðinum. Það er að vísu alltaf mikið um að vera við að undirbúa garðinn fyrir vorið en í ár stendur óvenju mikið til. Nýlega var yfir hundrað milljónum króna veitt til nýjunga, endurnýjunar og viðhalds í garðinum og þar sem mikið frost hefur verið í jörðu í vetur og veður válynd hefur ekki reynst unnt að hefja framkvæmdir fyrr en nú. Fyrstu framkvæmdirnar snúa að endurnýjun fallturnsins Níðhöggs, en nýr og glæsilegur turn verður opnaður í lok maí. Auk turnins verður nýr leikkastali opnaður í vor auk margra fleiri smærri nýjunga sem greint verður nánar frá síðar. Þá verða svæði innan garðsins sem muna mega sinn fífil fegurri tekin í gegn. Það er ljóst að gestir munu verða fyrir óþægindum af þessum sökum. Við munum hins vegar gera okkar besta til þess að flýta framkvæmdum og upplýsa gesti okkar um hvað verið er að framkvæma á hverjum stað hverju sinni. Útkoman verður hins vegar án efa gestum til gleði þegar yfir líkur !