Fræðslustarfið í Húsdýragarðinum

Nonni kóngur

Um leið og við óskum öllum þeim nemendum og kennurum, sem sóttu skipulagt fræðslustarf í Húsdýragarðinum á nýliðnu ári, gleðilegs nýs árs þá minnum við á að enn er hægt að skrá hópa í fræðslu á vorönn.  

Undir flipanum námskeið FHG hér á síðunni má sjá þau námskeið sem fræðsludeild Fjölskyldu- og húsdýragarðsins býður nemendum leik- og grunnskóla upp á.  Þjónustan er skólum Reykjavíkur að kostnaðarlausu og fræðslufulltrúar hvetja kennara að koma sem fyrst í leiðsagnir og nýta garðinn til heimsókna á eigin vegum í vor þegar meira er um gesti.  Nánari upplýsingar og skráning á námskeið er á netfangið namskeid@husdyrgardur.is.