Fallturninn Níðhöggur í ferðalag

Fallturninn hífður á brott

Fallturninn Níðhöggur sem glatt hefur spennuþyrsta gesti garðsins síðast liðin 11 ár eða svo hefur nú verið tekinn niður. Þessi gleðigjafi flutti á starfstíma sínum í garðinum nálægt 2 milljónum farþega og hefur verið lang vinsælasta tæki garðsins. Turninn leggur nú af stað í langferð til Ítalíu þar sem hann verður gerður upp og seldur á ný, en framleiðandinn Moser's tekur turninn upp í splunkunýjan turn sem settur verður upp í lok maí. Turninn sem leysa mun Níðhögg af hólmi er talsvert hærri, tekur fleiri í sæti og rúsínan í pylsuendanum er sú að sá turn er jafnframt hringekja. Þannig munu farþegar nýja turnins ekki bara þeytast upp og niður heldur snúast í hringi á sama tíma.