Fallturninn kominn á sinn stað

Fallturninn hífður

Nýr fallturn kom loks til landsins í síðustu viku eftir nokkrar tafir. Síðan þá hafa starfsmenn garðsins og framleiðandans lagt nótt við dag við að koma turninum á sinn stað. Turninn sem er um 20 metra hár kom í tveimur pörtum sem settir voru saman á jörðu niðri áður en turninn var hífður á festingu sína. Nú er verið að vinna við tengingar og frágang tæknibúnaðar. Loks þarf að gera öryggisúttekt á turninum áður en hægt verður að hefja notkun hans sem vonandi verður síðar í vikunni.