Jóladagatal Húsdýragarðsins - frítt inn alla virka daga í desember.

Jóladagatal

Það er frítt inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á virkum dögum í desember og það er von starfsfólks garðsins að gestir njóti þess að heimsækja garðinn á aðventunni og njóti samvista við menn og dýr og þeirrar dagskrár sem í boði verður.  Það er opið alla daga frá kl. 10 til 17 nema miðvikudagana fyrir jól er opið til kl. 20:00. 

Frá 1.desember og fram að jólum verður sitthvað spennandi í boði og ýmist tengt dýrunum eða ekki.   Jólakötturinn er kominn á kreik og því hefur verið reistur kofi fyrir kisa inn í sjoppunni (Fjölskyldugarðsmegin) og þar má hann vera yfir jólin svo hann nái hvorki að hrella menn né dýr.  Huguðum gestum er velkomið að líta í heimsókn til Jólakattarins en opið verður í hreysi hans á hefðbundnum opnunartímum. 

Að öðru leyti er dagskráin að auki við hefðbundna dagskrá í kringum dýrin sem hér segir með fyrirvara um breytingar.  Nánari upplýsingar um hvern viðburð má finna á Facebook síðu garðsins þegar nær dregur. 

Sunnudagur 1.desember: Móðurmálssamtökin kynna sína jólasiði í Veitingaskálanum frá kl. 11:00 til 13:00.  Opið í kaffihúsi frá kl. 10:00 til 16:30. 

Mánudagur 2.desember: Hreindýrum gefið og þau kynnt ítarlega kl. 15:30

Þriðjudagur 3.desember: Skor- og skriðdýrum gefið og þau kynnt ítarlega kl. 13:00

Miðvikudagur 4.desember: Kynning á jólabókum í fjárhúsinu kl. 18:00 – opið til kl. 20:00. 

Fimmtudagur 5.desember: Hestum, sauð- og geitfé gefið og þau kynnt ítarlega kl. 16:15

Föstudagur 6.desember: Dýrum í smádýrahúsi gefið, ítarleg fræðsla og kanínuklapp kl. 15:45

Laugardagur 7.desember: Umhverisvænni jólagjafainnpökkun kl. 13:00 og Flautukór Tónskóla Sigursveins kl. 14:30 í Veitingaskálanum. Opið í kaffihúsi frá kl. 10:00 til 16:30. 

Sunnudagur 8.desember: Sauðfé rúið og unnið úr ullinni í fjárhúsinu frá kl. 13:00 til 16:00. Opið í kaffihúsi frá kl. 10:00 til 16:30. 

Mánudagur 9.desember: Skor- og skriðdýrum gefið og þau kynnt ítarlega kl. 13:00. Opið í kaffihúsi frá kl. 10:00 til 16:30. 

Þriðjudagur 10.desember: Hreindýrum gefið og þau kynnt ítarlega kl. 15:30. Opið í kaffihúsi frá kl. 10:00 til 16:30. 

Miðvikudagur 11.desember: Kvikmyndin Dalalíf sýnd í veitingaskálanum kl. 18:00 – opið til kl. 20:00. Opið í kaffihúsi frá kl. 10:00 til 20:00. 

Fimmtudagur 12.desember: Dýrum í smádýrahúsi gefið, ítarleg fræðsla og kanínuklapp kl. 15:45. Opið í kaffihúsi frá kl. 10:00 til 16:30. 

Föstudagur 13.desember: Hestum, sauð- og geitfé gefið og þau kynnt ítarlega kl. 16:15. Opið í kaffihúsi frá kl. 10:00 til 16:30. 

Laugardagur 14.desember: Kynning á barnajóga í veitingaskálnum kl. 13:00. Opið í kaffihúsi frá kl. 10:00 til 16:30. 

Sunnudagur 15.desember: Jólaball kl. 12:30.  Jólasveinar hitta ballgesti í móttökuhúsinu og fylgja þeim í veitingaskálann þar sem systir sveinanna Skjóða tekur á móti hópnum, segir sögur og býður á ball

Mánudagur 16.desember: Hestum, sauð- og geitfé gefið og þau kynnt ítarlega kl. 16:15. Opið í kaffihúsi frá kl. 10:00 til 16:30. 

Þriðjudagur 17.desember: Skor- og skriðdýrum gefið og þau kynnt ítarlega kl. 13:00. Opið í kaffihúsi frá kl. 10:00 til 16:30. 

Miðvikudagur 18.desember: Jólastjörnustund með Sævari Helga Bragasyni kl. 18:00.  Opið til kl. 20:00.  Opið í kaffihúsi frá kl. 10:00 til 20:00. 

Fimmtudagur 19.desember: Hreindýrum gefið og þau kynnt ítarlega kl. 15:30. Opið í kaffihúsi frá kl. 10:00 til 16:30. 

Föstudagur 20.desember: Dýrum í smádýrahúsi gefið, ítarleg fræðsla og kanínuklapp kl. 15:45. Opið í kaffihúsi frá kl. 10:00 til 16:30. 

Laugardagur 21.desember: Kynning á fuglafóðurgerð í veitingaskálanum kl. 13:00.  Opið í kaffihúsi frá kl. 10:00 til 16:30. 

Sunnudagur 22.desember: Jólakósí um allan garð, dýrahirðar lauma jólatengdum fróðleik um dýrin við gjafirnar.  Opið í kaffihúsi frá kl. 10:00 til 16:30. 

Mánudagur 23.desember: Hefðbundin dagskrá á Þorláksmessu.  Opið í kaffihúsi frá kl. 10:00 til 16:30. 

Þriðjudagur 24.desember: Takmörkuð þjónusta á aðfangadegi*

Miðvikudagur 25.desember: Takmörkuð þjónusta á jóladegi*

Fimmtudagur 26.desember: Hefðbundin dagskrá á öðrum degi jóla

Föstudagur  27.desember: Hefðbundin dagskrá, lokað í kaffihúsi. 

Laugardagur 28.desember: Hefðbundin dagskrá.  Opið í kaffihúsi frá kl. 10:00 til 16:30. 

Sunnudagur 29.desember: Hefðbundin dagskrá. Opið í kaffihúsi frá kl. 10:00 til 16:30. 

Mánudagur 30. desember: Hefðbundin dagskrá, lokað í kaffihúsi 

Þriðjudagur 31.desember: Takmörkuð þjónusta á gamlársdegi*

Miðvikudagur 1.janúar: Takmörkuð þjónusta á nýársdegi*

*Þegar þjónusta er takmörkuð er mönnun á starfsfólki í lágmarki og ekki opið í kaffihúsi, miðasölu, inn til jólakattarins og gjafir í kringum dýrin ekki skv. hefðbundinni dagskrá.