25 ára afmæli í blíðskaparveðri

Tonleikagestir

Í gær 4. ágúst fögnuðu gestir okkar 25 ára afmæli Fjölskyldugarðsins með okkur í frábæru veðri (sem telst til tíðinda þetta sumarið). Um 4000 manns mættu og af þeim skelltu ríflega 1200 sér í nýja fallturninn. Hinir nutu sólarblíðunnar og hlustuðu á tónlist Stuðmanna, Sölku Sólar og JóaP og Króla. Þá voru aðrar nýjungar í garðinum nýttar til hins ítrasta. Frábær dagur í dalnum!