Rafmögnuð stemning í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

FHG

Orka náttúrunnar og Veitur bjóða upp á skemmtun og fræðslu um rafmagnið fyrir alla fjölskylduna. Í veitingahúsinu í Húsdýragarðinum verður Vísindasmiðja HÍ með tilraunir, þrautir, tæki, tól, leiki og óvæntar uppgötvanir fyrir alla aldurshópa og þar getur fjölskyldan leikið sér af hjartans lyst.

Gestir geta meðal annars kynnst undraverðum eiginleikum ljóss, lita, hljóðs og rafmagns, smíðað vindmyllu og margt fleira. Kannaðar verða stjörnur, sólir og tungl og gestum boðið að spreyta sig á að búa til einfalt vasaljós. 

Sævar Helgi Bragason fræðir unga sem aldna um leyndardóma raforkunnar.