Leiðsagnir og námskeið hefjast að nýju.

geitur

Fræðsludeild garðsins er byrjuð að taka á móti hópum að nýju og upplýsingar um námskeið má finna undir flipanum námskeið hér á síðunni.  Opið er fyrir skráningar en fullbókað er í vinnumorgna út skólaárið og meðan staðan vegna Covid er brothætt er ekki boðið upp á Hugrakka krakka og Framandi dýr. Ástæðan er að þau námskeið eru inni í skriðdýrahúsinu og þar er erfitt að viðhalda tveggja metra reglunni og ill mögulegt að lofta almennilega út.  

Skráning fer fram í gegnum netfangið namskeid@husdyragardur.is eða með því að slá á þráðinn til okkar í síma 411-5900.