Búbót bar sprækri kvígu

Kálfurinn hefur fengið nafnið Kvika

Aðfaranótt laugardagsins 13.júlí stóðu næturvörður og dýrahiðri í stórræðum því aðstoða þurfti kúna Búbót að koma þessari spræku kvígu í heiminn (sjá mynd). Kvígan hefur fengið nafnið Kvika vegna þess hún var kvik og frökk strax og hún kom í heiminn. Kvika hefur fyrstu sólarhringana verið í kálfastíunni en mun á allra næstu dögum fara út á gras með öðrum nautgripum garðsins.