Borgarstjóri setti uppskeruhátíð í blíðskaparveðri

Dagur og Skolahljomsveit Austurbaejar

Í dag var uppskeruhátíð skólahljómsveita í Reykjavík haldin í þriðja sinn í alvöru sumarveðri. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson setti hátíðina formlega kl 13, en skólahljómsveitirnar fjórar spiluðu hver um aðra þvera frá bæði á sviði og í skrúðgöngum. Sveitirnar eru Skólahljómsveitir Austur- og Vesturbæjar, Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts og Skólahljómsveit Grafarvogs. Hver sveit samanstendur síðan af A, B og C sveitum þannig að alls léku um 450 börn á hljóðfærin sín í garðinum í dag. Mikill mannfjöldi var í garðinum auk hljómsveitarmeðlima og aðstandenda þeirra enda veðrið frábært.