Ronja Ræningjadóttir á Bleiku síðdegi 9. október.

Bleikur fallturn á bleikum október.

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hefur verið færður í bleikan búning í tengslum við árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins.  Í tilefni þess býður garðurinn öllum þeim sem skarta Bleiku Slaufunni 2019 ókeypis í garðinn miðvikudaginn 9.október frá kl. 16:00 til 20:00.  Ronja Ræningjadóttir skemmtir gestum kl. 18:00 og opið verður í dýrahúsum og leiktækjum. 

Bleika Slaufan verður til sölu í miðasölu garðsins.

Miðvikudagskvöldopnanir hafa verið við lýði í haust og verður framhald á enda hafa þær mælst vel fyrir hjá gestum.