Bakkabræður

Burkni og Mosi

Ár hvert fær garðurinn kálf að gjöf frá bændum að Bakka á Kjalarnesi og núna eru mættir til dvalar í garðinum hálfbræðurnir Burkni og Mosi.  Við fyrstu sýn virðast þessir Bakkabræður alveg eins en þeir eru báðir rauðir að lit.  Þegar nánar er skoðað eru granir þeirra mismunandi á litinn.  Burkni (#818) er með rauðar (ljósar) granir og Mosi (#819) er með svartar granir. Þeir búa í fjósinu ásamt kúnum Búbót, Birnu og Rifu og uxanum Bolta.