Atlantsolíudagurinn

Atlantsolía

Það verður án efa fjör á hinum árlega Atlantsolíudegi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á morgun 6. júlí. Dælulykilhafar fá frítt inn í garðinn gegn framvísun lykilsins og þá er veittur helmingsafsláttur af dagpössum í tækin. Dagskrá á sviði í Fjölskyldugarði hefst síðan kl. 15:00 með leikhópnum Lottu og í kjölfarið stígur EmmSjé Gauti á svið. Ingó veðurguð lokar síðan dagskránni um kl 16. Við hvetjum að sjálfsögðu alla viðskiptavini Atlantsolíu til þess að mæta með góða skapið.