Árskort í jólapakkann ?

Logo

Þó garðurinn sé lokaður er hægt að ganga frá kaupum á árskortum í garðinn. Innifalið í árskorti er aðgangur að garðinum í eitt ár og dagpassar í leiktækin þegar þau eru opin yfir sumartímann og um helgar fram á haust.

Árskortin eru kjörin jólagjöf en bæði er hægt að kaupa einstaklingskort á 10.600 krónur og árskortatilboð á 20.900 krónur sem er árskort fyrir tvo fullorðna og fjögur börn (yngri en 18 ára). Með því að kaupa plús á kortið getur árskortshafi tekið með sér gest í hverri heimsókn, plúsinn kostar 10.600. Einnig er hægt að bæta við plús barni fyrir 5.000 kr. Plús barn er ólíkur hefbundnum plús að því leyti að hann er skráð á nafn barns og gildir aðeins fyrir það barn.

Heyrið í okkur í síma 411-5900 eða sendið okkur línu með símanúmeri á postur@husdyragardur.is og við heyrum í ykkur og græjum þetta.

Nánari upplýsingar um árskortin má finna hér á síðunni undir flipanum upplýsingar.